Áhafnar marga fiskiskipa halda út skemmtilegum netsíðum, þar sem sagðar eru fréttir af veiðiskapnum, mannlífinu og hvernig lífið gengur fyrir sig um borð í viðkomandi skipi. Oft er það skoplega magnað upp. Ein af þessum skemmtilegu síðum er haldið úti af áhöfn Hugins VE 55. Sú síða er ákaflega myndrík og gefur glögga mynd af þeim heiðursmönnum sem þar eru í áhöfn. Undanfarið hefur Huginn Ve verið á gulldepluveiðum, sem þeir hófu fyrstir manna í fyrravetur. Fyrir áramótin frystu þeir gulldepluna og lönduðu henni á Ísafirði sem fiskeldisfóður.