Brotist var inn á veitingastaðinn Kaffi Kró en tilkynnt var um innbrotið upp úr hádegi í dag, þriðjudag en líklega hefur innbrotið átt sér stað í nótt. Farið var inn um glugga norðanmegin og brotin upp millihurð. Eitthvað af áfengum bjór var stolið og þá var farið í sjóðsvél og skiptimynt tekin. Nokkrar skemmdir urðu á hurðum staðarins þegar reynt var að brjóta upp. Lögreglan óskar eftir upplýsingum um mannaferðir við Kaffi Kró í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar sem má lesa hér að neðan.