Fyrri ferð Herjólfs í dag hefur verið slegin af og siglir skipið ekki fyrr en seinni partinn. Ekkert ferðaveður er í Vestmannaeyjum og farþegar sem ætluðu með skipinu, hafa ekki komist niður á bryggju. Seinni ferð skipsins verður farin samkvæmt áætlun en skipið siglir þá klukkan 16.00 frá Eyjum og 19.30 frá Þorlákshöfn.