Hefur opnað vefsíðu vegna sveitarstjórnarkosninganna
5. apríl, 2010
Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar 29. maí næstkomandi. Til upplýsinga fyrir kjósendur hefur Dóms- og mannréttindaráðuneytið opnað vefsíðu www.kosning.is. Þar er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar er lúta að kosningunum. Enn sem komið er hefur enginn í Vestmannaeyjum kynnt framboð sitt og óvíst hversu mörg framboðin verða.