Samkvæmt tilkynningu frá Eimskip hefur verið hætt við að taka Herjólf upp í slipp. Eins og greint var frá á dögunum, þá var ráðgert að taka skipið í slipp, bæði vegna sprungu í skrúfublaði og sömuleiðis vegna skemmda á botni skipsins. Hins vegar er ekki lengur talin þörf á að taka skipið í slipp. Þess vegna hefur fyrirhuguðum stoppdegi þriðjudaginn 12. október aftur verið komið á en þá er farið í venjubundið viðhald á skipinu.