Laugardaginn 19. mars verður í Ráðhúsinu í Reykjavík Suðurlandssýning undir yfirskriftinni „Suðurland já takk“. Þar fylkja Sunnlendingar liði og kynna það sem er efst á baugi í fjórðungnum. Það eru Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, menningarfulltrúi Suðurlands og Markaðsstofa Suðurlands sem leiða þetta verkefni ásamt fjölda annarra s.s. ferðamálafulltrúum, sveitarfélögum, handverkshópum, klösum og ferðaþjónustuaðilum á Suðurlandi.