Ung og falleg kona sem var á leið heim úr verslunarferð í útlöndum spurði prestinn sem sat við hliðina á henni í vélinni hvort hann gæti mögulega gert sér greiða. Að sjálfsögðu barnið mitt sagði klerkurinn, hvað get ég gert fyrir þig? Sko, ég keypti rándýra hárþurrku í útlöndum og ég er hrædd um að ég verði stoppuð í tollinum sagði konan. Er nokkur leið að þú farir með hárblásarann í gegnum tollinn. Þú gætir til að mynda geymt hann undir hempunni.