Súpergrúbban Vinir Sjonna, þeir Hreimur, Viggi, Gunni, Matti, Pálmi og Benni, skemmtir gestum Hallarinnar um Hvítasunnuna, nánar tiltekið hefur hún leik eftir miðnætti á Hvítasunnukvöld. Lokahóf SJÓVE verður haldið i Höllinni á Hvítasunnukvöld, þ.a. það ætti að vera orðið rúmlega ballfært þegar húsið opnar á miðnætti. Peyjarnir slógu í gegn í aðdraganda Eurovision forkeppninnar hér á landi og héldu uppteknum hætti í Dusseldorf.