Breytingar á vaktafyrirkomulagi lögreglunnar í Vestmannaeyjum taka gildi á mánudag og hafa í för með sér að fimm daga vikunnar verður enginn lögreglumaður á vakt milli klukkan þrjú og sjö á nóttunni. Verða lögreglumenn á bakvakt á þessum tíma. Aðeins einn er á dagvakt í miðri viku en gert er ráð fyrir að annaðhvort yfirlögregluþjónn eða lögreglufulltrúi verði þá á lögreglustöðinni á sama tíma. Annar lögreglumaður til taks á bakvakt. Sex lögreglumenn ganga vaktir eftir breytingarnar en fyrir um ári síðan voru þeir níu.