Þjóðhátíðarnefnd hefur ákveðið að tjöldun hvítra hústjalda í Herjólfsdal verði leyfð á miðvikudaginn klukkan 17:30, hálftíma fyrr en á síðasta ári vegna undanúrslitaleiks Þórs/KA og ÍBV í Valitor bikarkeppninni. Leikurinn hefst klukkan 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.