„Við erum slegin yfir þessu; Vestmannaeyingar, þjóðhátíðanefndin, við öll yfir því að gestir okkar hafi orðið fyrir fólskulegum árásum. Þetta er áfall,“ segir Páll Scheving Ingvarsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum, en tilkynnt hefur verið um fimm kynferðisbrot á hátíðinni.