Mjög vel hefur gengið að flytja Þjóðhátíðargesti frá Eyjum. Í nótt, aðfaranótt miðvikudags var áætlað að sigla næturferð klukkan 2:30 en ferðin hefur verið felld niður. Miðar í þessa ferð gilda í aðrar ferðir í dag og á morgun en allir þeir sem áttu bókað fyrir bíla í þessa ferð, þurfa að endurbóka.