Bæjarráð Vestmannaeyja óskar eindregið eftir því að þjóðvegurinn milli lands og Eyja verði opinn á jóladag, eins og aðra daga. Þjóðvegurinn, Herjólfur er að öllu jöfnu lokaður á jóladag en bæjarráð óskar eftir því að Herjólfur sigli fyrstu og seinustu ferð samkvæmt áætlun skipsins á jóladag og aðra stórhátíðardaga. Bókun ráðsins má lesa hér að neðan.