Stúkumálið við Hásteinsvöll hefur um nokkur ár verið til umræðu meðal bæjarbúa. Mörgum finnst að það sé hlutverk Vestmannaeyjabæjar að byggja þessa stúku, meðan öðrum finnst að það sé hlutverk ÍBV íþróttafélags. Þeim sem ekki eru sérstaklega íþróttasinnaðir, finnst að nóg sé komið í bili af íþróttaframkvæmdum, sem greiddar eru úr sameiginlegum sjóðum Vestmannaeyinga.