Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV meiddist illa í fyrri hálfleik gegn Stjörnunni á gervigrasinu í Garðabænum. „Ég var að spyrna mér áfram úr kyrrstöðu, heyrði bara smell og fann svo sársaukann. Gervigrasið gefur náttúrulega ekkert eftir en ég var búinn að vera eitthvað stífur í náranum og líklega tæpur fyrir,“ sagði Andri í samtali við Eyjafréttir.