Þyrla Landhelgisgæslunnar er að sækja slasaðan mann til Vestmannaeyja en ekki var hægt að lenda flugvélum þar vegna þoku. Landhelgisgæslan fékk beiðni um aðstoð klukka 12:38 frá lækni í Vestmannaeyjum. Þyrlan fór í loftið kl. 12:57 og lenti í Vestmannaeyjum kl. 13:38.