Nú styttist í að handboltinn fari að rúlla af fullum krafti en leikmenn karlaliðs ÍBV undirbúa sig nú af krafti fyrir átökin í 1. deildinni í vetur. Um helgina verður æfingamót haldið í Eyjum en á mótinu leika tvö lið frá ÍBV, HK og Grótta. Leikirnir hefjast í kvöld en mótinu lýkur svo um miðjan dag á morgun. Um leið leikur 2. flokkur karla í forkeppni Íslandsmótsins þannig að handboltaunnendur ættu að fá nóg fyrir sinn snúð. Dagskrá helgarinnar má sjá hér að neðan.