Stórtónleikarnir „Hljóð í Leikhúsið“ verða haldnir í Höllinni næstkomandi Laugardagskvöld. Af nógu verður að taka á tónleikunum þar sem öll bestu lög úr verkum Leikfélags Vestmannaeyja verða flutt, flest af upprunalegum flytjendum. Tónleikarnir eru burðarásinn í söfnun fyrir hljóðkerfi í Bæjarleikhúsið en hingað til hefur þurft að leigja slík kerfi og var kostnaðurinn við það á síðasta leikári um 1.8 milljónir króna. Mun það gerbreyta rekstri Leikfélagsins þegar slíkt kerfi verður komið fast inn í þetta elsta áhugamannaleikhús landsins. Slíkt kerfi er jafn mikilvægt í leikhúsi eins og fótbolti í fótboltaleik eða skíði á skíðamót.