Besti leikmaður kvennaliðs ÍBV síðasta sumar, Julie Nelson skoraði fyrir N-Írland gegn Belgíu í undankeppni Heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu. Nelson jafnaði metin 2:2 en leikurinn fór fram í Belgíu. Úrslitin eru hagstæð fyrir íslenska landsliðið sem leikur í sama riðli.