Eimskip reiðubúið að ganga til samninga við Vegagerðina um rekstur Herjólfs
17. apríl, 2012
Eimskip er reiðubúið að ganga til samninga um áframhaldandi rekstur Herjólfs enda telur félagið sig hafa í tvígang lagt inn lægsta gilda tilboðið í verkið. Eimskip kærði frávísun fyrra tilboðs félagsins þar sem ástæða frávísunar var að mati félagsins ekki réttmæt og ekki í samræmi við þau lög sem um opinber útboð gilda. Eimskip hafði að ósk Vegagerðarinnar sent inn viðbótargögn vegna fyrra tilboðs félagsins og var það gert um fimm dögum áður en tilboðinu var vísað frá.