Það stefnir í að veðrið á þjóðhátíð í ár verði með besta móti samkvæmt norska veðurvefnum yr.no. Samkvæmt spánni þar er spáð skýjuðu veðri og 13 gráðu hita á föstudegi og nánast logni. Einhver væta er í spánni en hún er mjög lítil. Á laugardeginum á að draga frá sólu og áfram verður nánast logn. Á sunnudeginum verður áfram hægur vindur eða allt að því logn en skýjað.