„Margar ástæður. Sú fyrsta er mjög „beisik“ eins og menn segja: mig langar að reyna mig í Reykjavík. Hærra, framar, lengra; er það ekki eðlilegur metnaður?“ segir Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, þegar hann er spurður um ástæðurnar fyrir því að hann hefur ákveðið að fara fram í Reykjavík í kosningum til Alþingis næsta vor.