Við lentum í straum þarna fyrir utan höfnina. Hann bar skipið af leið og önnur skrúfan tekur niður í vestari hafnargarðinum og laskast við það,“ segir Gunnlaugur Grettisson rekstarstjóri Herjólfs um óhapp sem átti sér stað við Landeyjarhöfn. Að sögn Gunnlaugs lenti skrúfa skipsins annað hvort í kanti grjótgarðsins eða slóst í staur sem þar er. Hann segir jafnframt að engin tengsl séu á milli þess þegar hnúfubakur lenti í skrúfu skipsins fyrr í vikunni og óhappsins í dag.