Út er komin ný skáldsaga eftir Kormák Bragason, en hann hóf rithöfundaferil sinn í Vestmannaeyjum árið 1960 með útgáfu bókarinnar Spíruskip. Í þessari nýju skáldsögu segir frá því að Íslendingar leggja niður Lýðveldið Ísland og stofna í staðinn Sambandsríkið Ísland, með 22 sjálfstjórnarsvæðum (kantónum) líkt og í Sviss. Aðalpersóna sögunnar er rannsóknarblaðamaður sem fær það hlutverk að fylgjast með því sem er að gerast í kantónunum. Auk hans kemur mjög við sögu hin fagra og heiðna snót, Hallbera Gná.