Elliði Vignisson, bæjarstjóri spurðist fyrir hjá Vegagerðinni hvers vegna Herjólfur sigldi ekki í Landeyjahöfn og óskaði einnig eftir upplýsingum um það hvenær gripið yrði til viðeigandi viðbragða. Vegagerðin bendir m.a. á að beðið sé eftir niðurstöðum rannsóknanefndar sjóslysa vegna óhappsins þegar Herjólfur lenti utan í öðrum hafnargarðinum. Á meðan er ekki ásættanlegt að sigla Herjólfi í Landeyjahöfn. Svör Vegagerðarinnar má sjá hérn að neðan.