Vonir standa til að nýr straummælir í Landeyjahöfn auki tíðni ferða í höfninni og öryggi. Herjólfur hóf siglingar í Landeyjahöfn í gærmorgun. Dæluskip eru búin að dæla yfir 100 þúsund rúmmetrum af sandi úr höfninni á undanförnum vikum, að því er fram kemur í umfjöllun um höfnina í Morgunblaðinu í dag.