Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV hefur fengið leikheimild með liðinu frá og með deginum í dag. Hermann hefur ekki gefið út að hann ætli að spila með liðinu í sumar en þó sagst ætla að vera til taks ef á þarf að halda. ÍBV á næst leik gegn BÍ/Bolungarvík í Akraneshöllinni næstkomandi laugardag klukkan 14:00.