Rétt í þessu var herjólfi snúið við aftur til Vestmannaeyja en skipið var þá statt við Landeyjahöfn. Á facebook-síðu skipsins segir að því hafi verið snúið við vegna hratt hækkandi ölduhæðar en ölduhæð þar klukkan 18 var 2,7 metrar og 25 metrar á sekúndu í hviðum. „Útlitið fyrir síðustu ferð kvöldið er því miður ekki gott í þessu ljósi en betra á morgun, segir í tilkynningunni.
“