ÍBV sótti stig í Kaplakrika í kvöld þegar FH og ÍBV skildu jöfn 1-1. Þetta var sannkallaður toppslagur en bæði lið voru með fullt hús stiga eftir fyrstu 2. umferðirnar. FH-ingar voru líklegri framan af fyrri hálfleik og Atli Guðnason kom FH yfir á 30. mínútu. FH hélt boltanum ágætlega eftir markið en náðu þó ekki að skapa sér nein færi. ÍBV gekk á lagið og Víðir Þorvarðason náði að jafna á 45. mínútu með glæsilegu marki.