Karlalið ÍBV vann í kvöld mikilvægan sigur á Fram í Olísdeildinni en liðin áttust við á heimavelli Framara. Eyjamenn voru í raun með völdin í leiknum allan tímann, byrjuðu betur, spiluðu betri vörn en bæði lið voru í vandræðum sóknarlega. ÍBV var yfir í hálfleik 8:10 en lokatölur urðu 18:22 en sigur Eyjamanna var í raun öruggari en lokatölur sýna.
Sem dæmi um hversu öflug vörn ÍBV var í leiknum, þá skoraði Fram aðeins 14 mörk á fyrstu 52 mínútum leiksins en þegar sigur ÍBV var í höfn, slökuðu leikmenn ÍBV aðeins á klónni. Mestur varð munurinn sex mörk, 20:14 en heimamenn löguðu stöðuna aðeins undir lokin.
Með sigrinum jók ÍBV muninn á liðunum tveimur í tvö stig en ÍBV er í öðru sæti deildarinnar með 16 stig en Fram í því þriðja með 14. ÍBV á auk þess leik til góða.
Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV var með báðar fætur á jörðinni, þrátt fyrir góðan sigur. �??Við vorum virkilega stemmndir í byrjun og kannski einum of ef eitthvað var. Strákarnir lögðu sálina og allt undir í þetta, við ætluðum okkur sigur og það tókst. �?ll liðin hafa hingað til farið stigalaus héðan en við undirbjuggum okkur virkilega vel fyrir þennan leik. Við vissum að þessi leikur yrði erfiður, ekki síður andlega að þola mótlætið. Við vorum tilbúnir og sýndum það að við ætluðum okkur tvö stig. Maður sá það strax í byrjun að við vorum klárir með þetta. �?g var ánægður með taktíkina, bæði í vörn og sókn en það er helst ákvarðanatakan í sókninni sem var upp og niður en skánaði í seinni hálfleik.�??
Maður hafði það á tilfinningunni að þú værir búinn að skoða nokkur myndbönd af sóknarleik Framara?
�??Við undirbúum okkur vel fyrir alla leiki. Strákarnir voru ótrúlega einbeittir. Við erum með klukkutíma vídeófundi og eftir 55 mínútur eru strákarnir enn að ræða hlutina. �?etta sýnir hvað einbeitningin er góð í hópnum og viljinn mikill. Við tökum bara einn leik í einu og hörfum helst ekki á töfluna. Við þurfum fleiri stig til að komast í úrslitakeppnina, við erum ekki komnir þangað. Okkur dreymir um það og við vinnum dag og nótt í að koma okkur þangað.
Hvað þarftu mörg stig til að komast í úrslitakeppnina?
�??Eins og ég segi, án gríns, þá er ég ekki með stöðuna alveg á hreinu. �?g veit bara að við verðum að vinna Aftureldingu á sunnudaginn. �?á erum við komnir í Höllina í undanúrslit bikarsins og það yrði draumi líkast fyrir okkur og skipta klúbbinn miklu, ekki síst strákana.
Viðtalið má sjá í heild sinni með meðfylgjandi myndbandi.
Magnús meiddist
Seint í leiknum féll Magnús Stefánsson illa þegar hann féll við og lenti á fæti eins varnarmanns Framara. Magnús fékk mikið höfuðhögg en hélt þó meðvitund. Hann fékk hins vegar stóran skurð, þannig að talsvert blæddi úr honum og var hann að lokum fluttur á börum af vellinum og í sjúkrabíl sem flutti hann á sjúkrahús.
�??Hann virðist hafa fengið heilahristing og vankast eitthvað. Hann hélt samt fullri meðvitund en fékk stórt gat á hausinn,�?? sagði Magnús í samtali við
mbl.is.
�??Blóðið spýttist alveg úr hausnum á honum og hann titraði allur, það var svakalegt að sjá þetta. �?að liggur við að hann hafi farið að muldra eitthvað á spænsku, ég vissi ekkert hvað var í gangi. Vonandi verður í lagi með hann,�?? sagði Eyjamaðurinn Róbert Aron Hostert um atvikið við mbl.is í kvöld, áhyggjufullur um liðsfélaga sinn.
Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 5/2, Róbert Aron Hostert 5, Magnús stefánsson 3, Agnar Smári Jónsson 3, Dagur Arnarsson 3, Sindri Haraldsson 2, Guðni Ingvarsson 1.
Varin skot: Kolbeinn A. Ingibjargarson 7/1, Henrik Eidsvaag 4/2.