ÍBV tapaði í gær í tvíframlengdum leik gegn Aftureldingu í 8-liða úrslitum Coca Colabikarkeppninnar. Leikurinn fór fram í Mosfellsbæ en staðan eftir venjulegan leiktíma var 26:26. Eyjamenn voru hins vegar fjórum mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir en klaufagangur í lokin varð til þess að ÍBV kastaði sigrinum frá sér. Eftir fyrri framlenginguna var staðan 32:32 en Afturelding var sterkari á lokakaflanum.
Í leiknum má segja að veikleiki ÍBV liðsins hafi komið bersýnilega í ljós. Veikleikann er í raun ekki að finna í leik liðsins, heldur í leikmannahópnum, sem er þunnskipaður. �?annig spilaði Magnús Stefánsson ekki með gegn Aftureldingu vegna meiðsla og munaði um minna, ekki síst eftir að Andri Heimir Friðriksson fékk sína þriðju brottvísun í seinni hálfleik. �?á var Dagur Arnarsson næstur inn en Dagur er aðeins 17 ára og líklega einn efnilegasti handboltamaður landsins. �?að er hins vegar fullmikið fyrir Dag að stýra sóknarleik ÍBV í þessum erfiða leik, hann gerði það reyndar nokkuð vel en á mikilvægum köflum hefði þurft að róa sóknarspilið, sérstaklega undir lokin í venjulegum leiktíma. �?á var Róbert Aron Hostert tekinn úr umferð svo til allan leikinn og um miðjan seinni hálfleikinn fékk Agnar Smári Jónsson krampa í báða kálfana og átti erfitt uppdráttar eftir það. ÍBV var þá í raun án fjögurra útispilara sem bitnaði verulega á sóknarleiknum.
Næsti leikur ÍBV er svo á fimmtudaginn gegn Val í afar mikilvægum leik í Olísdeild karla en leikurinn fer fram í Eyjum.
Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 9/3, Róbert Aron Hostert 7, Agnar Mári Jónsson 6, Andri Heimir Friðriksson 5/1, Grétar Eyþórsson 3, Dagur Arnarsson 3, Guðni Ingvarsson 2.
Varin skot: Kolbeinn A. Ingibjargarson 8, Henrik Eidsvag 11/1.