�?að er rólegt á loðnumiðunum út af Vestfjörðum. Loðnan stendur djúpt, sú sem finnst og þungur sjór. Fengum 400 tonn í gær seinnipart. Í dag höfum við ekki kastað. Búið að draga fram rummikubb með látum og ef ég er að lesa þetta rétt þá er Pétur Eyjólfsson að rústa þeim Leifi �?ór Heimissyni og Daða �?lafs.
Í aflaleysinu eru hér myndir af því sem er að gerast innandyra, – tekið í spil, búið að baka með kaffinu bananabrauð, hrökkkex og �??hollustu” súkkulaðibitaköku al Kristó og þá erum við með pizzadeigið klárt fyrir kvöldið. En við finnum vonandi eitthvað af loðnu til að kasta á með bjartsýni að vopni – yfir og út. – Kristó