Andri Heimir Friðriksson segir mikilvægt fyrir leikmenn ÍBV að mæta með rétta hugarfarið til leiks í kvöld gegn Haukum. Eins og áður hefur komið fram er stemmningin í stúkunni Eyjamegin mögnuð, strax klukkutíma fyrir leik og það hefur ekki farið framhjá leikmönnum. �??Mér líður bara frábærlega. Við erum bara spenntir að fara byrja þennan leik, það er óþarfi að bíða því við viljum bara klára þetta. Ef maður horfir inn í sal, þá er stúkan troðfull og ennþá klukkutími í leik,�?? sagði Andri.
�??�?að skiptir bara máli að við komum hingað og njótum þess að spila hérna, höfum gaman af því að spila og leggjum okkur 100% fram.