Jónas �?lafsson og Sæunn Erna Sævarsdóttir opnuðu í vikunni Fiskbarinn að Bárustíg 1 þar sem áður var FabLab. �?au bjóða upp á ferskan fisk, fisrétti tilbúna í ofninn, djúpsteiktan fisk og franskar og sjávarréttasúpur sem hægt að taka með heim eða borða á staðnum. Fiskibarinn er mjög snyrtilegur og þar er hægt að tylla sér niður fyrir þá sem vilja borða á staðnum. Jónas er matreiðslumeistari, lærður í Danmörku. Sæunn Erna ólst upp í Vestmannaeyjum frá níu ára aldri og bjó hér lengi. �?au hafa afrekað að opna fyrstu fiskbúðina í Vestmannaeyjum í 15 eða 20 ár ef frá er talin merkileg tilraun Emilíu Borgþórsdóttur og Karls Guðmundssonar sem seldu fisk í litlum skúr á Vigtartorgi í fyrra sumar og árlegur fiskmarkaður ÍBV.