Kvennalið ÍBV lagði Val að velli í kvöld með tveggja marka mun, 27:25. ÍBV fór betur af stað og náði fljótt ágætu forskoti en Valur jafnaði metin um miðjan fyrri hálfleik. En þá tóku Eyjakonur aftur við sér og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 17:12. ÍBV var svo með forystuna lengst af í síðari hálfleik en Valur saxaði hægt og rólega á forskotið. �?egar rétt rúmlega tíu mínútur voru til leiksloka var munurinn kominn niður í eitt mark, 23:22. ÍBV skoraði þá tvö mörk í röð en aftur tókst Val að minnka muninn niður í eitt mark þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka, 26:25. Síðasta markið gerði hins vegar Jóna Sigríður Halldórsdóttir, sem tryggði ÍBV um leið stigin tvö gegn baráttuglöðu Valsliði.
ÍBV hefur þar með unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni, fyrst lagði liðið ÍR að velli á útivelli og nú Val á heimavelli. Næsti leikur liðsins er svo gegn Fram á útivelli en Framliðið hefur einnig unnið fyrstu tvo leiki sína.
Mörk ÍBV: Díana Dögg Magnúsdóttir 7, Ester �?skarsdóttir 6, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Vera Lopes 3, Telma Amado 2, Arna �?yrí �?lafsdóttir 2, Drífa �?orvaldsdóttir 1 og Elín Anna Baldursdóttir 1.