Undirbúningur hefur gengið þokkalega og standið á strákunum er bara nokkuð gott. Við erum með alla lykilmenna heila fyrir mótið og það hefur ekki gerst hjá okkur síðan á �?lympíuleikunum í London 2012. Mótið leggst bara vel í mig. Riðillinn er mjög erfiður og ekki mikið um auðvelda leiki eins og stundum á HM. Fyrsti leikurinn á móti Svíum er að mínum mati gríðarlega mikilvægur því það er mikilvægt að byrja mótið að krafti,�?? sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV karla í handboltanum og er í þjálfarateymi Íslenska landsliðsins sem kom til Katar í gær þar sem Heimsmeistaramótið í handbolta fer fram. Leikurinn gegn Svíum er á föstudaginn, 16. Janúar og hefst kl. 18.00.
Hverja metur þú möguleika Íslands í keppninni? �??�?að getur allt gerst í þessu móti. Við getum auðveldlega farið heim að lokinni riðlakeppninni og við getum spilað til verðlauna. Eftir riðlakeppnina taka við úrslitaleikir þar sem allt getur gerst. �?að er ljóst að við fáum sterkan andstæðing í 16 liða úrslitum. Annars tel ég að við eigum ágætis möguleika á að enda í topp 7 sem tryggir okkur sæti í umspili fyrir �?lympíuleikana 2016.�??
Leikirnir gegn �?jóðverjum, Svíum, Dönum og Slóvenum. Hvað getum við tekið með okkur úr þeim leikjum? �??�?að var mjög gott að fá þessa leiki til að sjá hvað við þurfum að laga fyrir fyrsta leik gegn Svíum. Við þurfum að fá stöðugri varnarleik og markvörslu og svo þurfum við að halda aganum í sókninni.�??
Hverjir eru okkar helstu styrkleikar og hvern telur þú vera lykilinn að góðu gengi? �??Við erum með mikla reynslu í liðinu og einnig held ég að íslenska hjartað sé okkar styrkleiki. Lykillinn að góðu gengi er sá að við séum að bæta okkur á milli leikja og okkar lykilmenn haldist heilir.�??
6. Hefur þú trú á að Ísland geti farið alla leið? �??Að sjálfsögðu hef ég trú á mínum mönnum og ég hef fulla trú á að við getum endað í topp sjö og tryggt okkur þar með sæti í undankeppni fyrir �?lympíuleikana í Ríó í Brasilíu,�?? sagði Gunnar að endingu.
Jón Ingason.