Mikið var um dýrðir í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja þegar ÍBV B tók á móti Bikarmeisturum Hauka. Eyjamenn voru ekki síðra liðið í dag þó að Haukar hafi að lokum unnið góðan sigur 21-33. ÍBV skoraði fyrsta mark leiksins þegar Daði Magnússon kom ÍBV yfir. Strákarnir spiluðu góðan leik í dag og þegar 10. mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 4-6 Haukum í vil. Haukar spiluðu á sínu besta liði og var ekki að sjá teljandi mun á hvort liðið væri áhugamannalið. Margir fyrrum leikmenn ÍBV voru liðsmenn B liðsins í dag og gætu nokkrir spilað með aðalliði félagsins ef menn æfðu meira miðað við leikinn í dag.
Staðan í hálfleik var 10-16 Haukum í vil. Eyjamenn ætluðu svo sannarlega ekki að gefast upp og stóðu í Haukunum lengi vel. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd á gang leiksins, en þegar 20 mínútur voru eftir munaði ekki nema fjórum mörkum 16-20. Sigurður Bragason átti stórgóðan leik fyrir ÍBV þangað til markmaður Hauka áttaði sig á því að hann þyrfti bara alltaf að leggjast í gólfið til að reyna sjá við Sigga. Menn höfðu orð á því að dómarar leiksins hefðu mikið horft á Heimsmeistaramótið í Katar en dómgæslan minnti ansi mikið á dómaranna í Katar.
Benóný Friðriksson vítaskytta Eyjamanna byrjaði leikinn ekki vel og var fyrsta vítið arfaslakt. Fall er þó fararheill og sýndi Benóný snildartakta á köflum og sólaði sig hvað eftir annað í gengum vörn Haukamanna.
Friðrik �?ór Sigmarsson stóð sig vel í marki ÍBV og hélt pabba sínum, Sigmari �?resti �?skarssyni á bekknum þangað til korter var eftir af leiknum.