Í dag spiluðu stelpurnar við FH, stelpurnar unnu stórsigur 30-19. Sigurinn var aldrei í hættu og var staðan 14-9 í hálfleik fyrir ÍBV. Stelpurnar eru vonandi komnar á sigurbraut eftir slaka byrjun eftir áramót. Næsti leikur stelpnanna er næstkomandi laugardag gegn Haukum.
Díana Dögg Magnúsdóttir var markahæst í liði ÍBV með sex mörk en Elín Anna Baldursdóttir og Ester �?skarsdóttir gerðu fimm mörk hvor fyrir ÍBV.