Safnahús: Guðbjörg með erindi í hádeginu og Ásdís opnar sýningu kl. 5
19. mars, 2015
100 ára kosningaafmæli kvenna á Íslandi í Safnahúsi:
kosningaafmælisins á margvíslegan hátt á árinu. Listasafnið reið á vaðið í ársbyrjun með sýningarröðinni Konur í listum sem hefur skipulagt sýningar í Einarsstofu fyrstu níu mánuði ársins. Sýningarnar falla undir mismunandi listform en koma allar úr smiðju kvenna. Heilmikill undirbúningur er í Sagnheimum vegna afmælisins.
Nýverið barst tilkynning um að afmælisnefnd kosningaafmælisins muni styrkja sýninguna Eyjakonur í íþróttum í 100 ár og er það mikið ánægjuefni. Undirbúningur er löngu
hafinn og stefnt að opnun sýningarinnar 17. maí.
Einnig vinnur safnið að annarri sýningu í júní í samstarfi við Gunnhildi Hrólfsdóttur, sagnfræðing og rithöfund. Í september verður síðan farandsýning Kvenréttindafélagsins, Veggir úr sögu kvenna, í Einarsstofu. Á sýningunni eru svipmyndir kvennabaráttunnar síðustu 100 ár. Spennandi málþing er í undirbúningi í Safnahúsi á sama tíma. Næsta vika verður mjög viðburðarík í Safnahúsi.
Í dag ,fimmtudaginn 19. mars, kl. 12 var Saga og súpa í Sagnheimum. Guðbjörg Matthíasdóttir athafnakona flutti erindið Konur í atvinnulífi fyrir fullu húsi. Guðbjörgu þarf vart að
kynna, flestir Eyjamenn kenna hana við Ísfélagið og hlaut hún nýverið viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu.
Ásdís Loftsdóttir, hönnuður opnar líka í dag sýningu sína, Náttúran á efni, í Einarsstofu í sýningaröðinni Konur í listum. Ásdís leggur áherslu á náttúruleg efni og umhverfisvæna
framleiðslu og sýnir vörur úr hönnunarlínu sinni Black Sand, kvenfatnað, fylgihluti og heimilisvörur. Sýningin stendur til 31. mars.
Laugardaginn 21. mars kl. 13 er síðan samstarfsverkefni Sagnheima, Safnahúss og Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum: Konur og bókmenntir í 100 ár. Nemendur,
sem stunda nám í íslensku við Framhaldsskólann og fást við bókmenntasögu 20. aldar, hafa unnið að verkefni þar sem konur í bókmenntum fá sérstaka athygli. Á
þessari önn hafa nemendurnir lesið bókmenntaverk, ljóð og sögur frá 1900 til okkar daga. Straumar og stefnur í bókmenntum birtast í verkum höfundanna en helstu
stefnur tímabilsins eru nýrómantík, félagslegt raunsæi, módernismi, nýraunsæi og póstmódernismi.
Nemendur leitast við að varpa ljósi á verk kvenna og ekki síður hvernig konur birtast í verkum karla á hverju tímaskeiði fyrir sig. �?að er því bæði áhugavert að sjá og heyra
hvernig unga fólkið nálgast viðfangsefnið og hvaða aðferðir það notar til að koma efninu á framfæri.
Enginn sem hefur áhuga á bókmenntum eða því sem ungt fólk er að fást við ætti að láta þetta tækifæri framhjá sér fara. Nemendurnir flytja verkefnið næsta laugardag kl. 13:00 og eru bæjarbúar hvattir til að mæta.
Allir eru hjartanlega velkomnir á þessa viðburði í Safnahúsi, sjá nánar í auglýsingum í Eyjafréttum.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst