�?rátt fyrir djöfulgang í veðrinu hafa loðnuveiðar gengið vel og er Vinnslustöðin að klára sinn kvóta sem er 40.000 tonn. Ísfélagið á eftir milli 10.000 og 20.000 tonn af sínum 80.000 tonna kvóta og Hugin VE tókst að útvega meiri kvóta og er að vinna hrogn á miðunum. Sameiginlegur afli þeirra losar 100.000 tonn. Loðnan, sem fæst á miðunum út af Breiðafirði, er góð til hrognavinnslu og er unnið á vöktum allan sólarhringinn í bæði Ísfélagi og Vinnslustöð. Áðan var verið að landa uppi úr Sigurði hjá Ísfélaginu og Tuneq beið löndunar.
Á myndin sem Pétur Steingrímsson tók gæti heitið: Gamli og nýji tíminn, Frár VE á leið í túr og Landað úr Sigurði VE.