Ráðningar yfirmanna á ný uppsjávarskip Vinnslustöðvarinnar
Eins og áður hefur verið greint frá hefur Vinnslustöðin hf. nýlega fest kaup á uppsjávarskipunum Ingunni AK og Faxa RE. Ákveðið hefur verið að Ingunn fái nafnið Ísleifur VE og Faxi verður Kap VE.
Vinnslustöðin hefur nú gengið frá ráðningu yfirmanna á skipin en um er að ræða menn með áratuga reynslu af sjó og farsælan starfsferil hjá Vinnslustöðinni.
Skipstjórar á Ísleifi VE verða Helgi Geir Valdimarsson og Eyjólfur Guðjónsson. Yfirvélstjóri verður Guðjón Gunnsteinsson.
Helgi Geir er fæddur árið 1948 og hefur verið til sjós í 51 ár og þar af skipstjóri í 34 ár. Helgi hefur verið skipstjóri á skipum Vinnslustöðvarinnar hf. frá árinu 2000 og lengst hefur hann verið skipstjóri á Sighvati Bjarnasyni VE. Helgi er kvæntur Guðríði Kristjánsdóttur.
Eyjólfur er fæddur árið 1960 og hefur verið skipstjóri í 28 ár. Fyrst var hann skipstjóri á Gullberg VE sem hann ásamt fjölskyldu sinni gerði út en söðlaði svo um árið 2004 og kom yfir til Vinnslustöðvarinnar þegar félagið keypti Gullberg VE og fékk þá skipið nafnið Kap VE. Eyjólfur er kvæntur Sigríði Árný Bragadóttur.
Guðjón er fæddur árið 1965 og útskrifaðist úr Vélskóla Íslands árið 1988. Guðjón hefur verið á sjó í 27 ár og allan þann tíma sem vélstjóri. Guðjón hefur verið vélstjóri á skipum Vinnslustöðvarinnar frá árinu 1992. Guðjón er kvæntur Ágústu Kjartansdóttur.
Skipstjórar á Kap VE verða þeir Gísli �?ór Garðarsson og Jón Atli Gunnarsson. Yfirvélstjóri verður �?rn Friðriksson.
Gísli er fæddur árið 1956 og hefur verið til sjós í 43 ár og var fyrst skipstjóri 19 ára á Dala Rafn VE. Gísli hefur verið skipstjóri á Kap VE, skipi Vinnslustöðvarinnar, frá árinu 2004. Gísli er kvæntur Elvu Ragnarsdóttur.
Jón Atli er fæddur árið 1968 og hefur verið stýrimaður og skipstjóri hjá Vinnslustöðinni frá árinu 2003. Jón Atli byrjaði á sjó árið 1986 hjá föður sínum, Gunnari Jónssyni, sem gerði út skipið Ísleif VE. Jón Atli er kvæntur Sigurhönnu Friðþórsdóttur.
�?rn er fæddur árið 1959 og útskrifaðist úr Vélskóla Íslands árið 1978. �?rn hefur verið á sjó í 29 ár og þar af sem vélstjóri í 29 ár. �?rn hefur verið vélstjóri á Sighvati Bjarnasyni VE frá árinu 2005. �?rn er kvæntur Hólmfríði Rögnvaldsdóttur.
Sighvatur Bjarnason VE verður áfram gerður út frá Vinnslustöðinni. Verður hann gerður út á svokallaðar partrollsveiðar og á loðnuvertíðum eins og þurfa þykir og skipstjóri verður Jón Atli Gunnarsson.
Vinnslustöðin fagnar því að hafa á skipum sínum menn með þessa reynslu og óskar þeim áframhaldandi velfarnaðar í starfi hjá fyrirtækinu.
VSV.is greindi frá

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.