Nú gæti farið að sjá fyrir endann á truflun á flutningi rafmagns til Eyja. Unnið er að því að skipta um spenni í Rimakoti sem er hluti af flutningskerfinu til Vestmannaeyja. Á meðan er keyrt á díselvélum í Eyjum og eru bæjarbúar beðnir um að spara rafmagns eins og kostur er. �?ó má búast við rafmagnsskerðingu í dag og fram á kvöld.
Byrjað var að skipta um spenni um klukkan níu í morgun og var gert ráð fyrir að verkinu yrði lokið milli klukkan 5 og 6 í fyrramálið en eins og staðan er núna er gert ráð fyrir að rafmagn til Eyja verði komið á milli klukkan 8 og 9 í kvöld. Ekki er hægt að útiloka að grípa þurfi til skerðinga þangað til og eins og áður er komið fram vilja HS Veitur biðja fólk um að spara rafmagnið. �?að hjálpi til við að halda kerfinu inni.