Hrafnhildur �?sk Skúladóttir hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta. Hrafnhildur �?sk er leikjahæsta landsliðskona Íslands með 170 landsleiki að baki og skorað í þeim 670 mörk. Hrafnhildur �?sk hefur lengi verið viðloðandi þjálfun í yngri flokkum og en þeytir nú frumraun sína í þjálfun í meistaraflokki. Í nýjasta tölublaði Eyjafrétta birtist viðtal við Hrafnhildi �?sk og hér má sjá brot af því.
Hefur þjálfað frá 14 ára aldri
Hrafnhildur �?sk hefur alltaf haft mikinn áhuga á að koma til Vestmannaeyja og stökk á tækifærið þegar það gafst. ,,�?g hef í mörg ár sagt að ég ætti eftir að taka tímabil hér, fyrst ætlaði ég að gera það sem leikmaður en ég brann út sem leikmaður og þá var næst að þjálfa. Mér finnst frábært að byrja að þjálfa í öðru umhverfi í stað þess að þjálfa leikmenn sem ég hef spilað með eða eru góðar vinkonur. Mér fannst flott að koma hingað þar sem ég er minna tengd, svo eru ótrúlega flottir aðilar á bak við mig sem ertu tilbúnir til að hjálpa mér,�?? sagði Hrafnhildur �?sk en hún er þó engin nýgræðingur þegar kemur að þjálfun. ,,�?g er búin að þjálfa síðan ég var 14 ára í yngri flokkum. �?g hef alltaf verið að þjálfa samhliða því að spila og ég er búin að taka allar þjálfaragráður sem hægt er að taka á Íslandi. �?g á bara eftir að taka �??master coach�?? sem mig langar að taka en hann kostar mikið. �?g er búin að vita frá því að ég var 15 ára að ég vildi enda á þjálfun, þetta er ekki neitt sem kemur á óvart,�?? sagði Hrafnhildur �?sk sem er grunnskólakennari að mennt og vann sem slíkur í Garðabæ. ,,Mér finnst mikil kostur að koma hingað og einbeita mér alfarið að þjálfun, ég á eftir að taka meira að mér og verð eitthvað viðloðandi akademíuna.�??
Vænti mikils til mín og liðsins
Hrafnhildur �?sk segir að henni lítist vel á lið ÍBV en hópurinn er þunnskipaður í ár og má ekkert út af bregða.,, Stelpurnar voru sorglega nálægt því að klára titil á síðasta ári og þær vita sjálfar hvað er stutt í þetta. Í sjálfu sér er þetta að fara velta á stemningu og hugarfari hverjir eru að fara vinna deildina. Hún er mjög jöfn og verður gríðarlega erfið, það eru sjö lið sem eru álík og við gætum í sjálfu sér endað í sjöunda sæti ef að við verðum óheppnar með meiðsl og annað sem við megum lítið við,�?? sagði Hrafnhildur �?sk sem telur að liðið eigi eftir að blanda sér toppbaráttuna. ,,�?að er að sjálfsögðu stefnan að vera þar sem er skemmtilegast og mér líður best þar. �?g er ekki góð í að tapa og hef aldrei verið . �?g geri miklar væningar bæði til mín og liðsins. �?ll liðin nema Fram eru með litla breidd, þetta er keppni í heppni að missa ekki út nokkra lykilleikmenn þá erum við ekki í góðum málum. Við erum líka að miklu leyti skipaðar leikmönnum í unglingaflokki. �?að verður gríðarlegt álag á þeim, það væri ekki gott að fara nota þær of mikið í meistaraflokki og líka unglingaflokki. �?að vantar svolítið upp á breiddina en það hefur verið vandamál hér í Eyjum. Leikmenn eru að fara upp á land í skóla og við missum alltaf mikið af leikmönnum og það er erfitt að fá leikmenn hingað en ég vissi það áður en ég tók verkefnið að mér, hér hefur þetta alltaf verið svona og mun alltaf verða svona þangað til að það kemur kannski háskóli hingað. �?g skil stelpurnar vel, þeim langar mörgum að búa hér áfram en þurfa að fara í nám, þetta er snúið. �??