ÍBV tekur á móti Fylki í Pepsi deild kvenna í dag klukkan 18:00 í lokaleik 14. umferðar. Liðin mættust fyrr á tímabilinu þar sem ÍBV hafði betur 4-1 en sá leikur fór fram í Árbænum. ÍBV er í fimmta sæti deildarinnar með 22. stig en Fylkir er í því sjöunda með nítján stig og því má búast við hörkuleik á milli liðanna.