Nú er komin vika síðan komið var með tvær síðustu pysjurnar í pysjueftirlitið og því óhætt að koma með lokatölur. Heildarfjöldinn var 3831 pysja sem var vigtuð og vængmæld í Sæheimum. Er það mesti fjöldi frá upphafi pysjueftirlitsins, sem hófst árið 2003. En eins og þeir muna vel sem komnir eru á fullorðinsár, þá er þetta þó langt frá því að vera eins margar pysjur og voru þegar allt lék í lyndi hjá lundanum. Auðvitað eru þó allir ánægðir með að fjöldi pysja sé á uppleið og vonandi verður áframhald á.
Meðalþyngd pysjanna í ár var 237,5 grömm, sem er því miður ekki mjög góð meðalþyngd. Hún mætti gjarnan vera nær 300 grömmunum. Pysjurnar voru mjög léttar í upphafi og við lok tímabilsins, eða innan við 210 grömm. �?yngsta pysjan var 336 grömm en sú léttasta aðeins 121 gramm.
�?að sem er óvenjulegast við þetta pysjutímabil er hve pysjurnar voru seint á ferðinni. Fyrsta pysjan kom ekki fyrr en 8. september og þær síðustu þann 23. október eða daginn fyrir síðasta vetrardag. �?etta hefur ekki gerst áður svo vitað sé til en gaman væri að skoða gamlar heimildir og sjá hvort eitthvað finnst um svo síðbúnar pysjur.
Merktar voru um 700 pysjur og það verður spennandi að sjá hverjar endurheimtur þeirra verða. Margt bendir til að nokkuð dragi úr lífslíkum pysjanna ef þær eru léttar og sömuleiðis ef þær eru seint á ferðinni. Vonandi afsanna pysjurnar í ár þessa fullyrðingu.