Slæmt sjólag hefur gert það að verkum að ferðum Herjólfs hefur seinkað síðustu daga. Í gærkvöldi tafðist brottför frá Þorlákshöfn um rúma klukkustund þar sem skipið kom seinna til hafnar. Auk þess var skipið fullt en rúmlega 300 þátttakendur á Íslandsmótinu í fimleikum voru um borð. Samkvæmt upplýsingum sem fengust um borð í Herjólfi var mikil sjóveiki í gærkvöldi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst