Alvarlegt slys varð við Sátu við Landmannahelli klukkan rúmlega eitt aðfaranótt sunnudags. Vélsleðamaður velti vélsleða sínum og fótbrotnaði illa auk þess sem hann hlaut áverka á andliti. Maðurinn skreið frá slysstaðnum að skála við Landmannahelli og tók ferðalagið eina klukkustund. Þar tóku björgunarsveitarmenn á móti honum en tilviljun ein réði því að þeir voru staddir á staðnum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst