Næsta sunnudag, sunnudaginn 27. júlí kl. 11.00, verður guðsþjónusta í Stafkirkjunni, en ekki í Landakirkju. Sú venja hefur skapast hér í Eyjum, eftir að Stafkirkjan var tekin í gagnið, að síðasta sunnudag fyrir Þjóðhátíð sé messað í Stafkirkjunni. Sú guðsþjónusta kemur þá í staðin fyrir guðsþjónustu í Landakirkju. Að sjálfsögðu verður ekki vikið útfrá þessari venju nú í ár og verður guðsþjónusta í Stafkirkjunni kl. 11.00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst