�?eðlilegt að löggæsla sé greidd af ríkinu á höfuðborgarsvæðinu en sveitarfélögum og skemmtanahöldurum á landsbyggðinni
Bæjarráð fjallaði um á fundi sínum í gær þann kostnað sem víða á landsbyggðum er lagður á bæjarhátíðir og staðbundnar menningarhátíðir þótt á sama tíma sé löggæsla vegna sambærilegs skemmtanahalds á höfuðborgarsvæðinu greidd af ríkinu.
Í Vestmannaeyjum liggur fyrir að löggæslukostnaður vegna þjóðhátíðar er 4 milljónir. �?á hefur Vestmannaeyjabær átt frumkvæði að samstarfi við lögregluna vegna gosloka sem falið hefur í sér að Vestmannaeyjabær greiðir fyrir auka vaktir lögreglumanna og getur þannig dregið úr annars nauðsynlegri gæslu á mótstað.
Um leið og bæjarráð þakkar lögreglunni í Vestmannaeyjum fyrir farsælt samstarf hvetur það til þess að verklag um kostnaðarþátttöku vegna menningar- og bæjarhátíða um allt land verði samræmt. Með öllu óeðlilegt verður að telja að grunnþjónusta eins og löggæsla sé greidd af ríkinu á höfuðborgarsvæðinu en sveitarfélögum og skemmtanahöldurum á landsbyggðinni, segir í bókun bæjarráðs.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.