Í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar er eyjaskeggjum og gestum boðið á kvikmyndahátíð. Um er að ræða myndbrot, kvikmyndir og heimildarmyndir um eða tengdar Vestmannaeyjum, en jafnframt er boðið til frumsýningar á nýrri íslenskri kvikmynd.
Myndirnar sem í boði verða:
Miðvikudaginn 8. mai 2019, kl. 17:30
Vestmannaeyjabær að fæðast (lifandi myndir frá fyrri hluta 20. aldar. Valinkunnir menn fengnir til að lýsa því sem fyrir augu ber).
Fimmtudaginn 9. maí 2019, kl. 17:30
Föstudaginn 10. maí 2019, kl. 17:30
Laugardaginn 11. maí 2019, kl. 16:00
Verstöðin Ísland (heimildamynd um íslenskan sjávarútveg sem LÍÚ lét gera. Er þetta fjórði og síðasti hlutinn sem tekinn var í Vestmannaeyjum)
Sunnudaginn 12. maí 2019, kl. 16:00
Síðasti bærinn í dalnum (byggð á sögu Lofts Guðmundssonar kennara og rithöfund. Er hún fyrsta leikna íslenska kvikmyndin).
Vestmannaeyjabær býður á allar þessar sýningar í tilefni aldarafmælis kaupstaðarins.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.